Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjalti Ólafsson

(– –23. dec. 1588)

Prestur. Faðir: Ólafur byskup Hjaltason. Er orðinn prestur í Fagranesi a. m. k. 1571 og hefir verið þar til æviloka.

Hann virðist jafnan hafa átt erfiðan efnahag, fekk tillag af prestagjaldi og styrk frá Guðbrandi byskupi Þorlákssyni.

Hann drukknaði í sjóróðri.

Kona: Þórunn.

Börn þeirra: Sigurður, Snorri á Innsta Landi á Reykjaströnd, Ingibjörg átti Jón Jónsson (fósturson Guðbrands byskups) á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal (Bréfab. Guðbr. Þorl.;: HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.