Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjalti Skeggjason

(10. og 11. öld)

Bóndi að Stóra Núpi.

Foreldrar: Skeggi Þorgeirsson (Eilífssonar, Ketilssonar einhenda) og kona hans Þorgerður Rauðsdóttir (systir Gunnars Hlífarsonar, SD.). Var kappgjarn maður; átti mikin þátt í kristnitöku hér. Eftir hann er 1 kviðlingur.

Kona: Vilborg Gizurardóttir hvíta. Dóttir þeirra: Jórunn, ættmóðir Magnúsar byskups Einarssonar (Íslb.; Landn.; Njála; Bps. bmf. I. Um bústað Hjalta sjá Jón Egilsson: Byskupaannáll í Safni 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.