Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjalti Jónsson

(um 1675–1707)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Hjaltason í Saurbæ í Eyjafirði og kona hans Helga Jónsdóttir frá Völlum. Lærði í Hólaskóla, stúdent um 1698, fór utan 1698, skráður í stúdentatölu 2. nóv. s.á., varð attestatus í guðfræði, kom aftur til landsins 1699, fekk vonarbréf frá konungi fyrir Saurbæ 24. apríl 1700, vígðist 1703 (líklega 30. sept.) aðstoðarprestur föður síns, fekk staðinn 1705 (eftir lát hans), andaðist í bólunni miklu.

Kona (11. okt. 1705, konungsleyfi 31. mars s.á.). Anna (d. einnig í bólunni) Björnsdóttir sýslumanns að Espihóli, Pálssonar. Dóttir þeirra (Ragnheiður) andaðist og í bólunni (HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.