Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjalti Jónsson

(17. öld)

Umboðsmaður, stúdent.

Foreldrar: Jón Jónsson á Bjarnastöðum í Kolbeinsdal og kona hans Ingibjörg Hjaltadóttir prests í Fagranesi, Ólafssonar (byskups, Hjaltasonar). Lærði í Hólaskóla og varð stúdent þaðan, er og talið, að hann hafi farið utan, en ekki hefir hann gengið í háskólann í Kh., hefir verið í þjónustu Þorláks byskups Skúlasonar a. m. k. 1630–S5, farið síðan austur á land, varð umboðsmaður Brynjólfs byskups Sveinssonar í Austfjörðum um 1641 (fremur en 1645); byskup létti þó af honum innheimtu byskupstíunda í suðurhluta Múlaþings að beiðni Hjalta 1665 og allri þeirri innheimtu 1669, en umboði byskups sleppti Hjalti 1672. Hjalti hafði og Papeyjarumboð frá konungi eða hirðstjóra. Hann bjó í Meðalnesi í Fellum, enn á lífi 1686 (sjá Alþb. 1686).

Bréf er til á latínu frá Stefáni skáldi Ólafssyni, síðar presti í Vallanesi, til hans, dags. í Kh. 30. júní 1644 (uppskr. í Lbs. 282, fol.).

Kona (29. ág. 1663): Anna (d. 1694) Ásmundsdóttir lögréttumanns á Ormarsstöðum, Jónssonar. Þau virðast hafa verið bl., með því að þau gáfu Marteini sýslumanni Rögnvaldssyni ákveðna löggjöf (alþb. 1686) (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.