Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hjalti Jónsson

(15. apríl 1869 –5. júlí 1949)

. Skipstjóri. Foreldrar: Jón (d. 25. mars 1880, 56 ára) Einarsson á Fossi í Mýrdal og kona hans Guðný (d. 22. mars 1906, 75 ára) Jónsdóttir prests í Kálfholti, Sigurðssonar. Átti heima í Vestmannaeyjum 1888–95 og gerðist formaður þar og sigmaður; kleif þá (1894) Eldey, sem frægt varð. Lauk prófi úr Stýrimannaskólanum 1899; fluttist til Rv. um aldamót og átti þar heima til æviloka. Var skipstjóri á þilskipum og togurum og einn af brautryðjendum togaraútgerðar hér á landi; fór oft utan til skipakaupa. Átti þátt í stofnun hlutafélagsins Kol og Salt í Rv. 1924–30. Varð ræðismaður Pólverja á Íslandi 1. júní 1930. R. af fálk. Ævisaga hans („Saga Eldeyjar-Hjalta“), sögð af honum sjálfum, en skráð af Guðmundi Gíslasyni Hagalín, kom út í tveim bindum í Rv. 1939. Kona 1 (1. dec. 1894): Guðrún (d. 20. jan. 1920, 48 ára) Ólafsdóttir í Vestri-Tungu í Landeyjum, Jónssonar.

Dætur þeirra: María Guðný átti Karl veræzlunarstj. Guðmundsson í Rv., Ragnhildur átti Kristján kaupmann Siggeirsson í Rv., Lilja átti Magnús verzlunarstjóra Jónsson í Rv. Kona 2 (1922): Sigríður (í. 24. mars 1892) Guðmundsdóttir í Rv., Sigurðssonar. Börn þeirra: Guðmundur stýrimaður, Svava átti Tryggva póstmann Haraldsson í Rv. (Br7.; Óðinn X; Sunnanfari XII; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.