Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hilmar (Sören Hilmar Steindór) Finsen

(28. jan. 1824–15. jan. 1886)

Landshöfðingi.

Foreldrar: Jón héraðsfógeti í Hasle á Jótlandi Finsen (Hannesson byskups) og kona hans Dorothea Katrine Bruun, ekkja Hoskiærs liðsforingja. Stúdent úr Koldingskóla 1841, með 1. einkunn, skráður s. á. í háskólann í Kh., með 1. einkunn, lauk 2. lærdómsprófi 1842, með 1. einkunn, lauk lögfræðaprófi 11. maí 1846, með 1. einkunn. Varð s. á. málflutningsfulltrúi í Kh., settur héraðsfógeti í Hasle 1848, z herdómari 1849 (var í orrustunni við Isted), borgmeistari og bæjarfógeti í Sönderherred, kanzellíráð s. á., justitsráð 1861, varð 1864 fulltrúi á þingi ríkisráðs Dana, komst s.á. á biðlaun, með því að Slesvík féll í hendur Þjóðverjum. Varð stiftamtmaður 8. maí 1865, kom til landsins 3. ág. s.á., var landshöfðingi frá 1. apríl 1873–30. mars 1883, jafnframt konungsfulltrúi á alþingi frá 1867. Varð yfirpræsident í Kh. 30. mars 1883, innanríkisráðherra 27. sept. 1884, fekk lausn vegna veikinda (krabbameins í munni) 7. sept. 1885, en hélt þó yfirpræsidentsembætti til æviloka. Hlaut ýmis heiðursmerki, þ. á m. stkr. af dbr. 7. ág. 1885.

Kona (25. sept. 1857) Ólufa (f. 16. júlí 1835, d. 5. ág. 1908) dóttir yfirumsjónarmanns og justitsráðs S. Á. Bojesens í Kh.

Börn þeirra: Ragnhildur átti H. H. Koch aðmírál, Jón birkidómari, Ólafur borgmeistari og bæjarfógeti, Árni stúdent, Anna Hlma átti I. K. Klöcker yfirdómsmflm. í Arendal, Olufa (kölluð „Nulle“) kennari og rithöfundur, óg. (Andvari 1895; Óðinn XX; Slægtsbog for Familien Finsen, Kh. 1935).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.