Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hilmar (Louis Hilmar) Thors

(7. júlí 1908–10. júlí 1939)

Málflm.

Foreldrar: Thor stórkaupm. Jensen og kona hans Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir í Hraunhöfn í Staðarsveit, Sigurðssonar. Tekinn í menntaskóla Rv. 1921, stúdent 1927, með 2. eink. (5,19), lauk laganámi í háskóla Ísl. 1933, með 1. einkunn (11924). Var í málflutningsskrifstofum í Rv., síðast málfm. á eigin hönd.

Kona: Elísabet Ólafsdóttir ritstjóra, Björnssonar, og áttu þau börn nokkur (Skýrslur; osti)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.