Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Hermann Jónsson
(1749–13. mars 1837)
Bóndi að Firði í Mjóafirði, skáld.
Foreldrar: Jón „pamfill“ bjó víða um Völlu og Skriðdal Jónsson (Hjálmarssonar sterka, Sigurðssonar prests á Skorrastöðum, Árnasonar) og kona hans Ólöf Árnadóttir að Vaði, Jónssonar. Eftir hann eru kvæði í Lbs. og rímur af Trianon og Floridabel. Var héraðshöfðingi í sveit sinni, auðgaðist mjög að jörðum og söl lausafé, búmaður góður og mikill atorkumaður til sjósóknar, rausnsamur og stórgjöfull við fátæklinga.
Kona 1: Ólöf Jensdóttir prests, Jónssonar. Meðal barna þeirra: Ingveldur kona Illuga halta (af þeim var Viðfjarðarfólk á síðara hluta 19. aldar). Þau Ólöf skildu.
Kona 2: Sesselja Eiríksdóttir að Sandbrekku, Teitssonar (ekkja Gísla Nikulássonar að Finnsstöðum), og áttu þau eitthvað af börnum.
Kona 3 (1814): Sigríður Salómonsdóttir (úr Lóni).
Börn þeirra: Halldór, Jón að Rima í Mjóafirði, Hermann dbrm. að Brekku í Mjóafirði. Auk þessa átti Hermann fjölda barna í lausaleik, enda er honum svo lýst, að hann hafi verið því nær óviðráðanlega kvenhollur (sjá þátt af honum í safni Sigfúsar Sigfússonar í Lbs.).
Bóndi að Firði í Mjóafirði, skáld.
Foreldrar: Jón „pamfill“ bjó víða um Völlu og Skriðdal Jónsson (Hjálmarssonar sterka, Sigurðssonar prests á Skorrastöðum, Árnasonar) og kona hans Ólöf Árnadóttir að Vaði, Jónssonar. Eftir hann eru kvæði í Lbs. og rímur af Trianon og Floridabel. Var héraðshöfðingi í sveit sinni, auðgaðist mjög að jörðum og söl lausafé, búmaður góður og mikill atorkumaður til sjósóknar, rausnsamur og stórgjöfull við fátæklinga.
Kona 1: Ólöf Jensdóttir prests, Jónssonar. Meðal barna þeirra: Ingveldur kona Illuga halta (af þeim var Viðfjarðarfólk á síðara hluta 19. aldar). Þau Ólöf skildu.
Kona 2: Sesselja Eiríksdóttir að Sandbrekku, Teitssonar (ekkja Gísla Nikulássonar að Finnsstöðum), og áttu þau eitthvað af börnum.
Kona 3 (1814): Sigríður Salómonsdóttir (úr Lóni).
Börn þeirra: Halldór, Jón að Rima í Mjóafirði, Hermann dbrm. að Brekku í Mjóafirði. Auk þessa átti Hermann fjölda barna í lausaleik, enda er honum svo lýst, að hann hafi verið því nær óviðráðanlega kvenhollur (sjá þátt af honum í safni Sigfúsar Sigfússonar í Lbs.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.