Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hermann Jónasson

(22. okt. 1858–6. dec. 1923)

Skólastjóri.

Foreldrar: Jónas trésmiður Hallgrímsson á Víðikeri í Bárðardal (fór til Brazilíu) og kona hans Sigríður Jónsdóttir að Lundarbrekku, Sigurðssonar.

Lærði búfræði í Hólaskóla 1882–4 og síðan í Danmörku. Var skólastjóri alþýðuskólans í Hléskógum 1887–8, Hólaskóla 1888–96, bjó á Þingeyrum 1896–1905, ráðsmaður Laugarnesspítala 1905–10, var síðan í Rv. og um hríð í Ólafsvík, fór til Vesturheims 1917, kom aftur 1922 og var í Rv. til æviloka. Naut trausts manna. Var utanlands 1903–4 til athugunar um saltkjötsmarkað, var í milliþinganefnd um landbúnaðarmál 1904, 1. þm. Húnv. 1901–7. Ritstjóri Búnaðarrits 1887–99 og 1913, Leifturs 1915,.

Eftir hann er: Skýrsla um búnaðarskólann að Hólum 1890–6; Skýrsla til sýslunefndar í Snæfellsnessýslu, Rv. 1903; Skýrsla um kjötsölutilraunir (sérpr. úr Búnaðarriti 1904); Þegnskylduvinna (sérpr. úr Andvara 1908; 2. pr. Rv. 1909); Draumar, Rv. 1912; Fóðrun búpenings, Rv. 1913; Dulrúnir, Rv. 1914; Glímur, Rv. 1922. Greinar eru eftir hann í Óðni, Skírni, Syrpu.

Kona (13. júní 1888): Guðrún Jónsdóttir á Hallkelsstöðum, Sigurðssonar.

Börn þeirra: Hallgrímur og Sigríður fóru til Vesturheims (Búnaðarrit 1924; Óðinn II og VI; Iðunn n.f. IX; Alþingismannatal; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.