Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hermann Hjálmarsson

(20. dec. 1847–5. febr. 1935)

Verzlunarmaður o. fl.

Foreldrar: Hjálmar dbrm. og hreppstjóri Hermannsson að Brekku í Mjóafirði og f.k. hans María Jónsdóttir. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1868, stúdent 1874, með 2. einkunn (71 st.). Varð því næst verzlunarmaður um hríð og veræzlunarstjóri í Raufarhöfn, fór síðan til Vesturheims og var þar til æviloka.

Kona: Guðlaug Magnea Ingibjörg Pétursdóttir organleikara, Guðjónssonar.

Börn þeirra voru 7, komust öll upp og ílentust vestan hafs (Skýrslur; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.