Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hermann Hjartarson

(21.mars 1887 – 12. sept. 1950)

. Prestur, skólastjóri. Foreldrar: Hjörtur (d. 4. okt. 1920, 62 ára) Þorkelsson á Flautafelli í Þistilfirði, síðar á Ytra-Álandi, og kona hans Ingunn (d. 8. apríl 1922, 63 ára) Jónsdóttir í Kollavík, Þorlákssonar. Stúdent í Reykjavík (utan skóla) 1912 með einkunn 4,1 (53 st.). Lauk prófi í guðfræði við Háskóla Íslands 18. júní 1915, með 2. einkunn betri (9828 st.). Vígður aðstoðarprestur að Sauðanesi 12. sept. 1915. Veittir Skútustaðir 28. júní 1916; veittur Laufás 28. júní 1924; veittir Skútustaðir í annað sinn 27. júní 1925; veittir Eydalir 15. maí 1943, en fór ekki þangað og þjónaði áfram á Skútustöðum. Fekk lausn 15. júní 1944. Skólastjóri við héraðsskólann á Laugum í Reykjadal frá hausti 1943 til æviloka.

Skipaður í sálmabókarnefnd 1940. Ritstörf: Grein um sálmabókina í Kirkjuritinu 1945.

Kona (4. ág. 1916): Kristín (Í. 16. júní 1889) Sigurðardóttir í Pálsgerði í Dalsmynni, Pálssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Hallur stúdent og skrifst.maður í Rv., Ingibjörg gift í Vesturheimi, Ingunn átti Jónas sálfræðing Pálsson, Jóhanna, Þórhallur Hjörtur stundar nám í viðskiptafræðum við háskóla Íslands (BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.