Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hermann (skírnarnafn: Hermanníus Elías) Johnsson

(17. dec. 1825–2. apríl 1894)

Sýslumaður.

Foreldrar: Jón veræzlunarstjóri Jónsson í Ísafirði og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir prests og skálds Hjaltalíns á Breiðabólstað á Skógarströnd.

Tekinn í Bessastaðaskóla 1845, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1849, með 1. einkunn (83 st.), kennari hjá Þórði dómstjóra Sveinbjörnssyni í Nesi við Seltjörn veturinn 1849–50, fór utan til háskólans í Kh. 1850 og tók þá 1. lærdómspróf, með 2. einkunn, 2. lærdómspróf 1851, með 1. einkunn, próf í lögfræði 12. júní 1856, með 2. einkunn í báðum prófum (111 st.). Settur málflm. í landsyfirdómi 30. júlí 1858, gegndi land- og bæjarfógetadæmi í Rv. veturinn 1859–60 og til 25. ág. 1860, fekk Rangárþing 25. maí 1861, bjó á Velli í Hvolhreppi til æviloka, en fekk lausn frá embætti 2. jan. 1890, frá 1. maí s.á. Var mjög vel látinn maður.

Kona: Ingunn (f. 11. júní 1843, d. 16. mars 1923) Halldórsdóttir að Álfhólahjáleigu, Þorvaldssonar.

Börn þeirra: Guðrún átti síra Eggert Pálsson á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Guðbjörg átti síra Jón Thorstensen á Þingvöllum, Jón tollstjóri, Kristín átti síra Halldór Jónsson á Reynivöllum, Halldór bókavörður og prófessor í Cornell í Ithaca, N.Y., Oddur skrifstofustjóri í atvinnumálaráðuneyti (BB. Sýsl.; Tímar. bmf. 1882; KIJ. Lögfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.