Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hermann (Sigurður) Jónsson

(2. júlí 1856 – 29. sept. 1943)

.

Skipstjóri. Foreldrar: Jón (d. 14. jan. 1883, 60 ára) formaður Jónsson í Flatey (úr Reykhólasveit) og kona hans Kristín (d. 12. maí 1915, 92 ára) Guðmundsdóttir úr Flatey, Guðmundssonar. Byrjaði sjómennsku á 14. ári, en var skipstjóri í 30 ár; stundaði sjóinn fram á elliár. Átti alla ævi heima í Flatey. Afburðasjómaður, svo sem verið hafði faðir hans, jafnt á opnum bátum sem þilskipum. Fróðleiksmaður um þjóðleg efni; ritaði endurminningar sínar og ýmsar greinar um líf og störf í eyjum; gerði og afskriftir margar. Kona (23. mars 1879): Þorbjörg (d. 28. júlí 1911, 58 ára) Jensdóttir skutlara á Seljalandi í Skutulsfirði, Guðmundssonar. Börn þeirra: Kristín Guðbjörg átti Benedikt Bachmann Árnason frá Hellissandi, Henríetta átti Guðmund (sunnlenzkan) Guðmundsson í Otradal, Jónína kaupm. í Flatey átti Friðrik Salómonsson frá Drápuhlíð, Jens kennari (Gils Guðmundsson: Skútuöldin TI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.