Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Herdís Benedictsen

(22. sept. 1820–23. ág. 1897)

. Húsmóðir.

Foreldrar: Guðmundur (d. 26. nóv. 1837, 60 ára) Bjarnason Scheving kaupmaður í Flatey og kona hans Halldóra (d. 5. sept. 1843, 65 ára) Benediktsdóttir stúdents á Staðarfelli, Bogasonar. Mikilhæf kona, glæsileg í sjón, talin af kunnugum „einhver hin bezta og göfugasta kona“, og heimili hennar og manns hennar í Flatey eitt hið merkasta menningarheimili vestanlands á þeirri tíð. Átti hin síðari ár heima í Reykjavík og dó þar. Sá um, að manni sínum látnum, að handritasafn hans gengi til Landsbókasafns. Gaf af skuldlausum eigum sínum eftir sinn dag til stofnunar kvennaskóla á Vesturlandi; á vegum þess sjóðs var stofnaður húsmæðraskóli á Staðarfelli. Maður (18. febr. 1838): Brynjólfur (d. 24. jan. 1870, 62 ára) stúdent og kaupmaður í Flatey Bogason Benedictsen; þau systkinabörn.

Börn þeirra 14 dóu í bernsku nema ein dóttir, Ingileif, sem dó á undan móður sinni óg. og bl. (Nýtt kirkjubl. VI; Sunnanfari XI; Kvennablaðið V; Matthías Jochumsson: Sögukaflar af sjálfum mér).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.