Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Henrik Magnússon

(um 1633– ? )

Lögsagnari.

Foreldrar: Magnús Ísleifsson í Saurbæ á Kjalarnesi og kona hans Helga Oddsdóttir, Andréssonar. Bjó fyrst í Saurbæ, var lögréttumaður, lögsagnari Sigurðar lögmanns Björnssonar 1683–6.

Fluttist að Hvítárvöllum 1687 og fekk þá í skiptum við Sigurð lögmann fyrir Saurbæ. D. fyrir 25. júní 1707.

Kona: Eygerður (f. um 1657) Aradóttir.

Börn þeirra, sem upp komust: Ólafur bl., Magnús bl., Guðríður átti Jón yngra Jónsson, Egilssonar. Eygerður ekkja Henriks átti síðar Þórð Þorsteinsson prests, Þórarinssonar, Launsonur Henriks: Ólafur í Hvítárvallakoti (Manntal 1703; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.