Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Henrik Jónsson

(– – júlí 1657)

Prestur.

Foreldrar: Jón Björnsson að Skriðuklaustri og kona hans Margrét Bjarnadóttir prests að Hofi í Vopnafirði, Högnasonar. Hans getur í skjölum 1651, og virðist hann þá vera aðstoðarprestur síra Bjarna Jónssonar í Stöð, hefir fengið það prestakall eftir hann, gegndi og 1654 að nokkuru leyti Heydölum í útistöðum síra Þórarins Eiríkssonar. Hann drukknaði drukkinn á heimleið úr kaupstað.

Kona: Margrét eldri (enn á lífi 1659) Bjarnadóttir prests í Stöð, Jónssonar. Dætur þeirra: Margrét s.k. Styrbjarnar Einarssonar að Eyvindará, Sigríður átti síra Narfa Guðmundsson í Möðrudal (HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.