Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Henrik Jónsson

(17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Bergsson í Fljótshlíðarþingum og kona hans Guðrún yngri Snorradóttir að Varmalæk, Ásgeirssonar. Vígðist 1647 prestur að Stórólfshvolsþingum, gegndi faðir hans Skúmsstaðasókn fyrst í stað, en líklega hefir síra Henrik ekki tekið til fulls við fyrr en 1648, var til heimilis að Stórólfshvoli, þegar brann þar 20. okt. 1648, og komst út síðastur af fólkinu, brauzt út um glugga. Missti þar prestskap um 1649 vegna barneignarbrots (með Halldóru Ásmundsdóttur, sakeyrisreikningar Rangárþings 1649–50), fekk uppreisn til prestskapar 25. apr. 1652, bauðst til að þjóna Eiðum 1653, fór austur samsumars með meðmælabréfi byskups 4. júlí 1653 til sóknarmanna til köllunar, hefir þjónað því prestakalli eins og hann væri settur prestur, þangað til í sept. 1654 (samningar við eigendur Eiða 10. sept. 1654), enda er hann ekki undir visitatíu Brynjólfs byskups Sveinssonar þar 28. sept. 1854, var vikið frá 1663 fyrir barneignarbrot (með Oddnýju Jónsdóttur á Ásgeirsstöðum, Jónssonar; lýsing hennar fyrir prófasti 2. sept. 1662), varð ekki prestur eftir það, er enn á lífi snemma árs 1674, hafði notið tillags frá byskupi 1672.

Hann kvæntist ekki, en launsonur hans er af sumum nefndur Þorvarður, öðrum Þormóður (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.