Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Henrik Henriksson

(8. sept. 1809–1. apríl 1867)

Prestur.

Foreldrar: Henrik hreppstjóri Jónsson í Réttarholti og kona hans Sigríður Jónsdóttir á Hreiðarsstöðum, Gíslasonar. F. að Vatnsenda í Eyjafirði. Lærði fyrst hjá síra Pétri Péturssyni á Víðivöllum og Brynjólfi, syni hans, síðar stjórndeildarforseta.

Tekinn í Bessastaðaskóla 1829.

Þegar hann hafði verið 3 vetur í skólanum, átti hann barn með konu. þeirri, er hann átti síðar.

Varð stúdent utanskóla úr Bessastaðaskóla 1833. Tók þá lektor skólans hann á heimili sitt, og var hann óreglulegur nemandi í skólanum um veturinn, en átti s. á. launbarn (með Elínu Árnadóttur, Helgasonar, er síðar átti síra Sveinbjörn Guðmundsson í Holti). Bjó nokkur ár á Álfgeirsvöllum.

Fekk uppreisn 16. maí 1838, vígðist 9. maí 1839 aðstoðarprestur síra Benedikts Vigfússonar að Hólum, fluttist þá að Efra Ási, fór 1840 aðstoðarprestur til síra Jóns Konráðssonar að Mælifelli og bjó á Starrastöðum. Fekk Bergsstaði 1847, fluttist þangað 1848.

SGrBf. segir hann þar hafa átt 2 launbörn við Sigríði Jónasdóttur að Gili, Einarssonar, og hafi þau verið kennd öðrum, en hún átti síðar Gísla jarðyrkjumann Ólafsson. Fekk Skorrastaði 12. mars 1858 og hélt til æviloka. Fekk gott orð, var smiður, læknir, hagmæltur, greiðvikinn, drykkfelldur mjög á síðustu árum.

Kona: Margrét (d. 27. sept. 1878, 70 ára) Magnúsdóttir á Álfgeirsvöllum, Þorsteinssonar stúdents í Húsey, Jónssonar (hún var systurdóttir síra Jón Konráðssonar; hafði áður átt 2 launsonu, sinn með hvorum). Af börnum þeirra síra Henriks komst upp: Þorsteinn, var í Mjóafirði (Bessastsk.; Lbs. 48, fol.; Vitæ ord. 1839; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.