Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Henrik Gíslason

(– –2. júní 1638)

Sýslumaður.

Foreldrar: Gísli lögmaður Þórðarson og kona hans Ingibjörg Árnadóttir sýslumanns að Hlíðarenda, Gíslasonar. Hann lærði bæði innan lands og utan, var í okt. 1598 skráður í stúdentatölu í háskólanum í Rostock, getur hans í dómum með föður hans 1603, fekk Þverárþing um 1606, eftir föðurföður sinn, Þórð lögmann Guðmundsson, og hefir haldið til 1625 (eða 1624), er Ormur Vigfússon í Eyjum fekk Þverárþing sunnan Hvítár, og lét hann þá og af Þverárþingi vestan Hvítár, en tók aldrei Kjósarsýslu, eins og talið er í ritum, aftur fekk hann Þverárþing sunnan Hvítár 1636 og hélt til æviloka, bjó að Innra Hólmi. Hann var talinn ágætismaður, sem þeir bræður fleiri.

Hann hefir verið skáldmæltur, og hefir varðveitzt 1 sálmur eftir hann (sjá PEÓI. Mm.).

Kona (20. sept. 1606). Guðrún Magnúsdóttir sýslum. hins prúða, Jónssonar.

Börn þeirra: Þórður sýslumaður, Guðrún (d. 1664) f. k. Jóns Jónssonar „Skon“ (frá Skáney), Jórunn átti Benedikt sýslumann Halldórsson á Seylu. Launsonur Henriks (með Gróu Sæmundsdóttur járnsmiðs): Pálmi að Varmalæk (BB. Sýsl.; PEÓI. Mm.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.