Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Henrik Gerkens (Hannesson)

(– – 1582)

Sýslumaður.

Þýzkrar ættar (úr Hamborg).

Var bartskeri og settist að hérlendis til lækninga, bjó að Svignaskarði, eftir að hann kvæntist. Hélt Þingeyraklaustur um 1569–TT og var þá stundum lögsagnari í Húnavatnsþingi, enda hélt þá sýsluna um tíma. Fekk Strandasýslu (alla eða hálfa) um 1580 og hélt til æviloka. Andaðist að Svignaskarði. Gerðist auðugur maður, enda talinn harðdrægur.

Kona: Jarþrúður Bjarnadóttir að Fellsenda, Sumarliðasonar, ekkja Magnúsar (líkl. að Stóra Núpi, Jónssonar, Magnússonar).

Börn þeirra: Hannes lögsagnari í Þverárþingi, Þórdís átti fyrr Erlend sýslumann Magnússon að Skriðuklaustri, síðar Jón Oddsson í Rv., Guðrún óg. og bl. Jarþrúður ekkja Henriks Gerkens varð síðast s.k. Nikulásar sýslumanns Björnssonar á Seljalandi. Laundóttir Henriks: Ása átti stjúpson hans, Jón Magnússon (Dipl. Isl.; Bréfab. Guðbr. Þorl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.