Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Henrik Evertsson

(16. og 17. öld)

Prestur, Faðir: Evert Henriksson (þýzkur) bartskeri, sem hélt fyrst Villingaholt, síðar Hraungerði (ekki prestur, sem flestar heimildir telja). Er prestur í Hraungerði 1592, en hefir fengið Villingaholt 1593.

Hann var borinn saurlífisbroti af stúlku einni 1594, en vann tylftareið fyrir, og var hún dæmd í útlát og til hýðingar (Alþb. 1594–5). Hann er enn í Villingaholti 1622 og er talinn hafa látizt þar 1624. Hann var talinn ágætur læknir. Synir hans: Evert (bjó líkl. í Saurbæ í Ölfusi 1654), komst í erfitt mál við Kristínu í Háholti Eiríksdóttur frá Keldum, Björnssonar (sjá Alþb.), Árni (seldi 11. júní 1651 föðurleifð sína, Nes í Flóa), Þuríður átti síra Grím Bergsveinsson í Görðum, Halldóra átti Örnólf Guðmundsson frá Hofi á Rangárvöllum.

Synir hans gætu og verið Ingimundur, Oddleifur að Læk í Holtum (f. um 1600) og Þorleifur Henrikssynir, sem komu við skjöl í Árnesþingi 1667 (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.