Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Henrik (Stefán) Erlendsson

(27. febr. 1879–27. dec. 1930)

Læknir.

Foreldrar: Erlendur gullsmiður Magnússon í Rv. og kona hans Halldóra Henriksdóttir verzlunarmanns Hansens í Rv. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1893, stúdent 1899, með 1. einkunn (99 st.). Var síðan 1 vetur í háskólanum í Kh. og tók þar heimspekipróf, gekk þá í læknaskólann, lauk prófi 25. júní 1910, með 2. einkunn betri (1162 st.). Var í spítölum í Kh. 1910–11. Settur 30. maí 1911 (frá 1. júní) héraðslæknir í Fljótsdalshéraði, í Hornafjarðarhéraði 17. maí 1911 (frá 1. júní), skipaður 9. okt. s.á. og hélt til æviloka. Var söngmaður og tungumálamaður.

Kona (9. júní 1911): Súsanna Henríetta (f. 3. dec. 1887) Friðriksdóttir í Mýrakoti á Álptanesi, Jónssonar.

Börn þeirra: Erlendur d. yfir tvítugt, Steingrímur umboðsmaður í Rv., Þórhallur verkamaður í Höfn í Hornafirði, Halldóra Sigríður óg. í Rv., Kristín átti Sigurð verzlunarm. Egilsson, Sigríður átti Egil járnsmið Hjörvar í Rv., Friðrik verzlunarm. í Höfn í Hornafirði, Bjarni iðnnemi í Rv. (Skýrslur; Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.