Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Hemingur Höskuldsson

(um 1525– ? )

Prestur. Líkl. sonur síra Höskulds Kolgrímssonar á Ólafsvöllum. Var lengi byskupssveinn og „lesari“ (eða reikningaskrifari) í Skálholti, enn 1559, mun hafa vígzt þá, var prestur að Fellsmúla til 1587 eða 1588, tók þá Reykjadal, en lét af prestskap þar um 1590 og fluttist aftur austur í Landsveit, enn á lífi 1591.

Kona: Halla. Dóttir þeirra: Ragnhildur átti Ara lögréttumann Magnússon að Miðfelli (bróður Erlends sýslumanns á Stóru-Völlum); fleiri voru börn þeirra, en ekki nafngreind, líkl. þar á meðal Sigurður, sem kemur við skjöl 1649–51 (Dipl. Isl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.