Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Þórðarson (Skáld-Helgi), skáld

(10. og 11. öld)

Síðast lögsögumaður í Grænlandi. Faðir: Þórður að Höfða í Þverárhlíð Helgason, Ásgeirssonar að Hamri í Þverárhlíð.

Glötuð er saga, sem til var af honum, en rímur eru varðveittar (Grönl. hist. Mindesm. TI).

Kona: Þórdís Halldórsdóttir, Kollssonar, Miðfjarðar-Skeggjasonar. Sleit samvistir við hana, fór til Noregs og varð hirðmaður Eiríks gamla Hákonarsonar.

Var síðan á Íslandi og var riðinn við deilur og vígaferli. Fór aftur til Noregs og um fleiri lönd, allt til Róms, hrakti á leið til Íslands til Grænlands, ílentist þar og kvæntist Þórunni Þorbjarnardóttur, Vífilssonar.

Börn þeirra: Þorbjörn, Hallveig. Ekki er nú varðveitt kveðskapar hans nema (Skjaldedigtn.) 1 vísustúfur (sjá Landn. og rímurnar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.