Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Þórarinsson

(5. júlí 1861 – 28. nóv. 1915)

. Bóndi.

Foreldrar: Þórarinn Magnússon í Þykkvabæ í Landbroti og kona hans Valgerður Pálsdóttir á Hunkubökkum, Þorsteinssonar, Fæddur í Keldudal í Mýrdal.

Bóndi í Þykkvabæ. Mikill búhöldur; bætti jörð sína með túnræktun og áveitu og gerði að höfuðbóli. Reisti rafmagnsstöð með vatnsafli 1913 til ljósa og suðu, hina fyrstu í sveit hér á landi. Smiður á tré og jám.

Áhugamaður um menningar. og félagsmál; kostaði að hálfu byggingu skólahúss (og félagsheimilis) í sveit sinni. Hlaut verðlaun úr styrktarsjóði Kristjáns IX (1907). Áður en hann lézt afhenti hann og kona hans Kirkjubæjarhreppi eignarjörð sína að gjöf. Kona: Halla (f. 22. júní 1870) Einarsdóttir á Heiði á Síðu, Bjarnasonar. Börn þeirra: Elín átti Þorstein Einarsson frá Höfðabrekku, Valgerður átti Bjarna Runólfsson í Hólmi, Rannveig átti Valdimar Runólfsson í Hólmi, Þórarinn í Þykkvabæ og síðar í Rv., Sigurlaug átti Helga forstjóra - Lárusson í Rv., Einar ókvæntur (Br7.; Jólablað Tímans 1952; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.