Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Árnason

(11. ág. 1857–9. júní 1938)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Böðvarsson á Eyri í Skutulsfirði og kona hans Helga Arnórsdóttir í Hólsbúð við Brimilsvöllu, Helgasonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1873, stúdent 1879, með 3. einkunn (33 st.), próf úr prestaksóla 1881, með 2. einkunn betri (41 st.). Fekk Sanda í Dýrafirði 7. sept. 1881, vígðist 18. s. m., Nesþing 25. júlí 1882, Hvanneyri 27. jan. 1888, en fekk leyfi að vera kyrr, Kvíabekk 27. apríl 1908,. fekk þar lausn frá prestskap 3. mars 1924, átti síðan lengstum heima í Rv. og andaðist þar. Settur prófastur í Snæfellsnessýslu 1893–5. Ritstörf: Formáli fyrir vikubænum tvennum Bjarna Árnasonar, Rv. 1884; erfiljóð í minningarriti um tvo sonu sína, Sigurð og Torfa, Rv. 1906; -Fiskeritidende 1884; Nýtt kirkjubl. X.

Kona 1 (13. júní 1882): Ingibjörg Sigríður (f. 11. júní 1858, d. 4. júní 1888) Torfadóttir verzlunarstjóra Thorgrimsens í Ólafsvík; áttu 2 börn, og komust þau eigi upp.

Kona 2 (1889): María Ingibjörg (f. 16. júní 1858, d. 18. mars 1939), alsystir f.k. hans. Af börnum þeirra komst upp: Árni Böðvar Pétur læknir í Patreksfirði (Kirkjurit 1938; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.