Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Styrsson

(15. öld)

Hirðstjóri. Hefir líkl. verið norskrar ættar (sonur Styrs Hallvarðssonar), og kann samt móðir hans að hafa verið systir Guðrúnar Haraldsdóttur í Dal (SD.). Varð hirðstjóri sunnan og austan sumarið 1420, en er fyrr á sama ári nefndur sýslumaður í Vestmannaeyjum. Bjó að Krossi í Landeyjum, getur þar 1412–30.

Kona: Sigríður Þorsteinsdóttir á Víðimýri, Styrkárssonar, Grímssonar lögmanns, Þorsteinssonar. Synir þeirra: Teitur að Krossi, Ívar, faðir síra Þorvarðs í Odda og Narfa ábóta (Dipl. Tsl.; Sýsl.; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.