Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Helgi Sigurðsson
(um 1743–1819)
Konrektor, bóndi.
Foreldrar: Sigurður Sigurðsson að Miðfelli á Hvalfjarðarströnd og kona hans Þorlaug Torfadóttir prests í Saurbæ, Hannessonar.
Tekinn í Skálholtsskóla 1755, stúdent 23. maí 1761, með ágætum vitnisburði; var síðan um hríð í þjónustu Finns byskups Jónssonar, fór utan 1766, skráður í stúdentatölu 22. dec. s. á., er kominn aftur til Skálholts 1769, var mjög þjáður af þunglyndi, svo að nærri lá geðbilun og oft rúmfastur 1769– 71, og hafði kennt þessa áður, en virðist hafa batnað með aldri; segir Finnur byskup hann hafa tekið miklum framförum í námi í háskólanum í Kh., enda síðan lagt mikla stund á vísindi, þótt eigi treysti hann sér að takast á hendur prestsembætti. Hefir hann eftir það verið viðloðandi í Skálholti (að einhverju leyti í þjónustu Finns byskups, þeir voru að 2. og 4. í frændsemi), settur veturna 1781–4 konrektor í Skálholti, meðan Páll Jakobsson var settur rektor, kenndi þar nemöndum undir skóla veturna 1784– 7, honum var synjað um eftirlaun, er hann sókti um fyrir þetta starf 1785, en fekk 1786 20 rd. styrk af gjöf frímúrara hingað til lands, sem ætluð var þurfamönnum. Fór í þjónustu Jóns sýslumanns Jónssonar að Móeiðarhvoli 1787, sem hælir honum mjög, var síðan ráðsmaður hjá ekkju hans, bjó þar síðar og andaðist þar.
Kona (9. júní 1803). Ragnheiður (f. 27. nóv. 1782, d. 22. nóv. 1859) Jónsdóttir sýslumanns að Móeiðarhvoli, Jónssonar. Varð hið mesta stapp af þessum ráðahag, og mótmæltu bræður hennar skriflega þegar 10. okt. 1801 þessu fyrirhugaða hjónabandi, en móðir hennar var samþykk því, og þurfti bréf bæði frá stiftamtmanni og byskupi, til þess að ráðahagur þeirra loks tækist.
Börn þeirra: Síra Þorsteinn í Reykholti, Helga átti síra Sigurð Br. Sívertsen að Útskálum, Sigríður f. k. Skúla læknis Thorarensens að Móeiðarhvoli (Útfm., Rv. 1870; BB. Sýsl.; HÞ.).
Konrektor, bóndi.
Foreldrar: Sigurður Sigurðsson að Miðfelli á Hvalfjarðarströnd og kona hans Þorlaug Torfadóttir prests í Saurbæ, Hannessonar.
Tekinn í Skálholtsskóla 1755, stúdent 23. maí 1761, með ágætum vitnisburði; var síðan um hríð í þjónustu Finns byskups Jónssonar, fór utan 1766, skráður í stúdentatölu 22. dec. s. á., er kominn aftur til Skálholts 1769, var mjög þjáður af þunglyndi, svo að nærri lá geðbilun og oft rúmfastur 1769– 71, og hafði kennt þessa áður, en virðist hafa batnað með aldri; segir Finnur byskup hann hafa tekið miklum framförum í námi í háskólanum í Kh., enda síðan lagt mikla stund á vísindi, þótt eigi treysti hann sér að takast á hendur prestsembætti. Hefir hann eftir það verið viðloðandi í Skálholti (að einhverju leyti í þjónustu Finns byskups, þeir voru að 2. og 4. í frændsemi), settur veturna 1781–4 konrektor í Skálholti, meðan Páll Jakobsson var settur rektor, kenndi þar nemöndum undir skóla veturna 1784– 7, honum var synjað um eftirlaun, er hann sókti um fyrir þetta starf 1785, en fekk 1786 20 rd. styrk af gjöf frímúrara hingað til lands, sem ætluð var þurfamönnum. Fór í þjónustu Jóns sýslumanns Jónssonar að Móeiðarhvoli 1787, sem hælir honum mjög, var síðan ráðsmaður hjá ekkju hans, bjó þar síðar og andaðist þar.
Kona (9. júní 1803). Ragnheiður (f. 27. nóv. 1782, d. 22. nóv. 1859) Jónsdóttir sýslumanns að Móeiðarhvoli, Jónssonar. Varð hið mesta stapp af þessum ráðahag, og mótmæltu bræður hennar skriflega þegar 10. okt. 1801 þessu fyrirhugaða hjónabandi, en móðir hennar var samþykk því, og þurfti bréf bæði frá stiftamtmanni og byskupi, til þess að ráðahagur þeirra loks tækist.
Börn þeirra: Síra Þorsteinn í Reykholti, Helga átti síra Sigurð Br. Sívertsen að Útskálum, Sigríður f. k. Skúla læknis Thorarensens að Móeiðarhvoli (Útfm., Rv. 1870; BB. Sýsl.; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.