Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Sigurðsson

(2. ág. 1815 [1816, Bessastsk., 1815, Vitæ ord.]––13. ág. 1888)

Prestur. málari.

Foreldrar: Sigurður dbrm. og skáld Helgason á Jörfa og f.k. hans Guðrún Þorkelsdóttir að Stóra Kálfalæk, Brandsssonar. F. á Ísleifsstöðum á Mýrum. Lærði undir skóla hjá síra Jóhanni Björnssyni og síra Jóni Guðmundssyni á Staðastað. Tekinn í Bessastaðaskóla 1835, stúdent 1840 (87 st.), tók 1. og 2. lærdómspróf í háskólanum í Kh. 1840–1, bæði með 2. einkunn, lærði læknisfræði, en tók eigi próf, enda segist ekki hafa heilsu til námsins, fekk þó accessit við úrlausn verkefnis í læknisfræði í háskólanum. Stundaði og dráttlist o.fl. í listaháskólanum, nam og ljósmyndagerð (Daguerrotypi). Þegar hann kom til landsins, setti hann bú á Jörfa (1846). Gegndi sýslumannsstörfum fyrir Willemoes sýslumann í Mýrasýslu nokkurn hluta árs 1852. Fekk Setberg 11. júní 1866, vígðist 26. ágúst s.á., Mela 9. mars 1875, fekk þar lausn frá prestskap 2. okt. 1883, fluttist á Akranes 1885 og andaðist þar. Ritstörf: Örnefni (sjá Safn TI); Safn til bragfræði íslenzkra rímna, Rv. 1891.

Eftir hann eru mannamyndir nokkurar. Hann var aðalfrumkvöðull að stofnun forngripasafns, gaf og safnaði gjöfum þangað.

Kona 1: Valgerður (f. 1821, d. 1899) Pálsdóttir prests í Hörgsdal, Pálssonar.

Börn þeirra: Helgi, Guðrún, Sigríður.

Þau Valgerður skildu, og átti hún síðar Sigurð Brandsson í Tröð.

Kona 2: Jóhanna Guðmundsdóttir úr Staðarsveit.

Synir þeirra: Jóhannes fór til Vesturheims, Lárus (Vitæ ord. 1866; Árbók h. ísl. fornleifafél. 1912; MÞ. Íslenzkir listamenn I, Rv. 1920; BB. Sýsl.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.