Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Pjeturss

(31. mars 1872 –28. jan. 1949)

. Jarðfræðingur.

Foreldrar: Pétur (d. 16. dec. 1909, 67 ára) Pétursson bæjargjaldkeri í Reykjavík og kona hans Anna Sigríður (d. 6. júní 1921, 76 ára) Vigfúsdóttir sýslumanns Thorarensens. Stúdent í Reykjavík 1891 með 1. einkunn (103 st.). Nam náttúrufræði með jarðfræði að sérgrein við háskólann í Kh., lauk þar prófi 20. jan. 1897 með 1. einkunn. (618). Tók sama ár þátt í rannsóknarför Frode Petersens til Grænlands. Hélt svo áfram jarðfræðirannsókn, einkum á Íslandi. Hlaut doktorsnafnbót við háskólann í Kh. 16. dec. 1905 fyrir ritið: Om Islands Geologi (Kh. 1905). Átti heima í Rv. til æviloka, lengi bilaður að heilsu. Heiðursfélagi í Hinu ísl, náttúrufræðifélagi; kjörfélagi í Búnaðarfélagi Íslands. Eftir hann liggja mikil ritstörf, sjálfstæð rit, ritgerðir og greinar á íslenzku og erlendum málum í tímaritum og blöðum; sjá um þau: Halldór Hermannsson: Catal. of the Icel. Collection 1914, 1927 og 1943.

Eftir 1943 er einkum að geta: Vísindi í stað trúar, Rv. 1944; Þónýall, Rv. 1947 (fyrsta rit í þeim flokki var Nýall). Kona (30. mars 1904): Kristín (f. 2. apríl 1887) Brandsdóttir á Hallbjarnareyri, Bjarnasonar; þau skildu 1909. Börn þeirra: Anna píanóleikari, Pétur dó ókv., Þórarinn Brandur búfræðingur, Helga (látin) átti Matthías yfirumboðsm. Matthíasson (Br7.; BIJ. Íslenzkir Hafnarstúdentar; 0f15).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.