Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Magnússon

(16. sept. 1823–6. júní 1891)

Bóndi í Birtingaholti.

Foreldrar: Magnús alþm. Andrésson í Syðra Langholti og kona hans Katrín Eiríksdóttir dbrm. að Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar. Var fyrir öðrum bændum um sína daga, smiður góður og læknir, jarðabótamaður mikill.

Kona (1851): Guðrún Guðmundsdóttir í Birtingaholti, Magnússonar.

Börn þeirra: Síra Guðmundur í Reykholti, síra Magnús kennaraskólastjóri, síra Kjartan í Hruna, Ágúst dbrm. í Birtingaholti, Katrín átti síra Ólaf Briem (Valdimarsson) að Stóra Núpi, Guðrún átti Harald Sigurðsson á Hrafnkelsstöðum í Hreppum, Guðrún yngri átti síra Jón Stefánsson að Lundarbrekku, Arndís Sigríður (BB. Sýsl.; Sunnanfari ITI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.