Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Jónsson

(um 1685–í dec. 1743)

Prestur,

Foreldrar: Jón Þórðarson í Sólheimatungu og Galtarholti (Ólafssonar að Svarfhóli, Jónssonar) og kona hans Guðrún Jónsdóttir prests og skálds á Melum, Jónssonar.

Tekinn í Skálholtsskóla 1700, hefir orðið stúdent 1708, fekk samsumars Stað í Grindavík, hefir og þjónað Kirkjuvogssókn (líkl, frá áramótum 1710–11) og var falið það af byskupi 7. febr, 1711, en Útskálaprestar þjónuðu öðrum kirkjum Hvalsnesþinga, og mun hafa orðið að halda þeirri sókn til 1730, þótt oft teldist undan að gera það, 16. dec. 1716 var og lagt fyrir hann að þjóna Krýsuvíkursókn, því að þá var prestlaust að Vogshúsum, og andmælti hann því einnig (vegna hestleysis), en fekk fyrir ávítur frá byskupi. Hann sókti um uppgjöf landskuldar af Stað (9 vættir fiska) til Skálholtsstóls 22. júlí 1737, en fekk afsvar með bréfi konungs 8. maí 1739. Um líkt leyti átti hann annað málavafstur við Jón byskup Árnason af aðtekt sinni á hval, en varð að greiða bætur og beiðast fyrirgefningar.

Kona 1: Þórunn yngri (d. 1728) Bjarnadóttir á Búlandi, Eiríkssonar, ekkja (s. k.) síra Sigurðar Eyjólfssonar á Stað í Grindavík; þau bl.

Kona 2 (með konungsleyfi 31. mars 1730 vegna skyldsemi við f. k. hans): Ingibjörg Eiríksdóttir prests að Hrepphólum, Oddssonar.

Börn þeirra: Guðmundur Ísfold stúdent, Guðrún d. af barnsburði tvíbura, er Jón Skúlason (landfógeta, Magnússonar) átti við henni. Ingibjörg ekkja síra Helga átti síðar síra Þórð Jónsson á Stað í Grindavík, síðast að Hálsi í Hamarsfirði (HÞ.; SGrBf.). 22)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.