Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Jónsson

(um 1641–10. nóv. 1682)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón skáld á Melum Jónsson og kona hans Margrét Daðadóttir sýslumanns á Eyrarlandi, Árnasonar. Lærði í Skálholtsskóla. Var í yfirreið með Brynjólfi byskupi Sveinssyni 1664, er til heimilis að Skrauthólum á Kjalarnesi 1669. Fekk meðmæli Jóhanns fógeta Kleins 28. júlí 1670 til Mela- og Leirársóknarmanna, að hann yrði kjörinn prestur þeirra, predikaði að Leirá 31. s.m., og lýstu þá sóknarmenn þar yfir því, að þeir hefðu ekki neitt í móti honum, ef Halldór yngri Jónsson frá Reykholti (síðar prestur í Reykholti) væri ekki fáanlegur, en hann afsalaði sér tilkalli til Mela 1. ág. s. á., og var þá Helgi 7. s.m. kjörinn og kallaður til prests að Melum af sóknarmönnum, vígðist 14. s.m. og hélt staðinn til æviloka (úttekt fór fram 27. maí 1671, full afhending 28. maí 1672). Hann var „ólíkur föður sínum“ og „lausingi“ (JH. Prest.).

Kona (1671). Ása (d. í Flekkudal 1699) Torfadóttir sýslumanns í Árnesþingi, Erlendssonar; þau bl. Hún arfleiddi Hans Willumsson (Vilhjálmsson) Londemann að mestöllum eignum sínum, fekk (sjá Alþb..1698) staðfesting konungs að arfleiðslunni 17. apríl 1697 (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.