Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Jónsson

(30. sept. 1662–1743)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Guðmundsson að Staðarhrauni og kona hans Halldóra Jónsdóttir lögréttumanns að Knerri, Steindórssonar. Lærði í Skálholtsskóla, stúdent í apríl 1685, með góðum vitnisburði, var í þjónustu síra Sæmundar Oddssonar í Hítardal og síðan ekkju hans, vígðist 18. nóv. 1688 aðstoðarprestur föður síns, fekk prestakallið eftir hann að veitingu amtmanns 23. júní 1694, lét af prestskap 1730, bjó síðan fyrst í Múlaseli, en síðar í Álptártungu frá 1732 til æviloka og naut tillags af prestsetrum.

Kona: Sesselja eldri (Í. um 1676, d. 1747) Halldórsdóttir prests í Reykholti, Jónssonar.

Börn þeirra: Síra Jón í Hofsþingum í Hegranesþingi, Halldóra, óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.