Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Jónsson

(28. júní 1855 – 29. apríl 1942)

. Hreppstjóri.

Foreldrar: Jón (d. 13. ág. 1875, 55 ára) Árnason á Litluströnd við Mývatn, síðar á Skútustöðum, og kona hans Þuríður (d. 10. dec. 1902, 79 ára) Helgadóttir á Skútustöðum, Ásmundssonar. Naut bóklegrar tilsagnar nokkrar vikur í æsku.

Nam organleik í Rv. 1879–80.

Bóndi á Grænavatni við Mývatn. Hreppstjóri frá 1915 til æviloka; lengi í hreppsnefnd og oddviti. Var einn af stofnendum kaupfélags Þingeyinga og deildarstjóri þess í 40 ár; lengi formaður jarðabótafélags. R. af fálk. 1936. Kona (26. sept. 1884): Kristín Rósa (d. 30. jan. 1937, 713 ára) Jónsdóttir á Grænavatni, Jónassonar. Börn þeirra: Jónas á Grænavatni, Kristjana átti Pál Jónsson sst. (Br7.; (eð) Helgi Magnússon (15. öld).

Prestur í Miklaholti 1463–87; prófastur í Þórsnesþingi, hálfbróðir Halldórs sýslumanns Þorgeirssonar; ætt að öðru óviss. Dáinn fyrir 17. apr. 1490 (Dipl. Isl. V–VI; SD.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.