Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Jónsson

(25. júlí 1822–1900)

Verzlunarmaður o. fl.

Foreldrar: Jón hreppstj. Jónsson á Skarfsstöðum í Hvammssveit (bróðir síra Búa á Prestbakka) og kona hans Ólöf Helgadóttir. Sinnti veræzlun í Rv. og Ak., bjó síðan á Skarfsstöðum, fór loks til Vesturheims og andaðist þar. Var skáldmæltur og hefir samið þátt um Skarðstrendinga (sjá Lbs.). Birti á prenti (ásamt síra Sveinbirni Hallgrímssyni) leikritið: Vefarinn með tólfkóngaviti, Rv. 1854 (stælt eftir einu leikrita L. Holbergs), hvort sem hann hefir átt nokkuð í því eða ekki.

Kona: Sigurborg Ólafsdóttir Thorlacius í Fagradal innra. Dóttir þeirra: Ágústa s.k. Jóns borgara Sigurðssonar í Stykkishólmi, Ólafur fór til Vesturheims (BB. Sýsl.; Alm.Ól.Þorg.1914; o.fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.