Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Helgi Jónsson
(11. apríl 1867–2. apr. 1925)
Grasafræðingur.
Foreldrar: Síra Jón Bjarnason í Skarðsþingum og kona hans Helga Árnadóttir. Tekinn í 3. bekk Reykjavíkurskóla 1886, stúdent 1890, með 1. eink. (84 st.). Lauk meistaraprófi 1896 í náttúrufræði í háskólanum í Kh. Vann lengi að rannsóknum jurta hérlendis á sumrum og hafði styrk til þess, en var í Kh. á vetrum, til 1906, er hann settist að í Rv. Var síðan kennari í verzlunarskóla og skólastj. þar eitt ár, e. fr. kennari í kennarask, og stundakennari í menntaskólanum, adjunkt þar frá 1923 til æviloka. Varð dr. phil í háskólanum í Kh. 1910. Eftir hann eru margar ritgerðir í Botanisk Tidsskrift, Búnaðarriti, Meddelelser om Grönland, Biologiske Arbejder tilegnede Eug. Warming, Mindeskrift for Japetus Steenstrup, Skírni, Skýrslum h. ísl. náttúrufr.fél., Verzlunartíðindum. Að auk: Nýjasta barnagullið, Kh. 1899; Bygging og líf plantna, Kh. 1906–7; Om Algevegetationen ved Islands Kyster, Kh. 1910; Islands geografi, Kria 1924. Þýð.: F.K.Ravn: Ættgengi og kynbætur, Kh. 1905.
Kona: Jóhanna Bay (danskrar ættar); þau bl. (Óðinn VI; Br7.; o. fl.).
Grasafræðingur.
Foreldrar: Síra Jón Bjarnason í Skarðsþingum og kona hans Helga Árnadóttir. Tekinn í 3. bekk Reykjavíkurskóla 1886, stúdent 1890, með 1. eink. (84 st.). Lauk meistaraprófi 1896 í náttúrufræði í háskólanum í Kh. Vann lengi að rannsóknum jurta hérlendis á sumrum og hafði styrk til þess, en var í Kh. á vetrum, til 1906, er hann settist að í Rv. Var síðan kennari í verzlunarskóla og skólastj. þar eitt ár, e. fr. kennari í kennarask, og stundakennari í menntaskólanum, adjunkt þar frá 1923 til æviloka. Varð dr. phil í háskólanum í Kh. 1910. Eftir hann eru margar ritgerðir í Botanisk Tidsskrift, Búnaðarriti, Meddelelser om Grönland, Biologiske Arbejder tilegnede Eug. Warming, Mindeskrift for Japetus Steenstrup, Skírni, Skýrslum h. ísl. náttúrufr.fél., Verzlunartíðindum. Að auk: Nýjasta barnagullið, Kh. 1899; Bygging og líf plantna, Kh. 1906–7; Om Algevegetationen ved Islands Kyster, Kh. 1910; Islands geografi, Kria 1924. Þýð.: F.K.Ravn: Ættgengi og kynbætur, Kh. 1905.
Kona: Jóhanna Bay (danskrar ættar); þau bl. (Óðinn VI; Br7.; o. fl.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.