Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Hálfdanarson

(19. sept. 1826–2. jan. 1894)

Lektor.

Foreldrar: Síra Hálfdan Einarsson á Eyri í Skutulsfirði og f.k. hans Álfheiður Jónsdóttir prests (lærða) í Dunhaga, Jónssonar. F. á Rúgstöðum í Eyjafirði. Lærði fyrst hjá föður sínum, síðan hjá Páli sagnfræðingi Melsteð, tekinn í Bessastaðaskóla 1844, stúdent úr Reykjavíkurskóla 1848, með 1. einkunn (92 st.), tók 1. og 2. lærdómspróf 1848 og 1849, próf í kirkjufeðralatínu 26. júní 1852, guðfræðapróf 25. jan. 1854, öll með 1. einkunn. Stundaði kennslu í Rv. veturinn 1854–ð, fekk Kjalarnesþing 7. apr. 1855, vígðist 10. júní s. á., bjó að Hofi, fekk Garða á Álptanesi 15. apr. 1858, varð fyrri kennari í prestaskólanum 22. maí 1867, lektor þar 1. okt. 1885 til æviloka. Þm. (vara) Gullbrs. 1863, þm. Vestm. 1865–9. R. af dbr. 23. maí 1879. Formaður sálmabókarnefndar, sem sett var 1878, og eru yfir 200 sálmar þýddir eða frumorktir af honum í sálmab. 1886. Ritstörf að öðru leyti: Sálmasafn, Rv. 1873; Þjóðhátíðarsálmar, Rv. 1874; Kristilegur barnalærdómur, Rv. 1877 (og oftsinnis endurpr.); Stutt lýsing Mormónavillunnar, Rv. 1881; Lúthers minning, Rv. 1883; Saga fornkirkjunnar, Rv. 1883–96; Kristileg siðfræði, Rv. 1895; Sannleikur kristindómsins, Rv. 1895; Stutt ágrip af predikunarfræði, Rv. 1896; Predikanir á öllum sunnu- og helgidögum, Rv. 1902. Auk þess eru pr. eftir hann fáein erfiljóð, líkræður eða húskveðjur (í útfm. síra Árna Helgasonar, Rv. 1877, Péturs byskups Péturssonar, Rv. 1891) og hugvekjur (í vorhugvekjum Péturs byskups, Rv. 1871 og í Kvöldlestrahugvekjum, Rv. 1883).

Kona (15. júní 1855): Þórhildur (f. 28. sept. 1835, d. 29. jan. 1923) Tómasdóttir prests á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sæmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Hálfdan (d. í skóla 1879), Sigríður átti síra Skúla Skúlason í Odda, Tómas héraðslæknir í Mýrdalshéraði, Jón byskup, síra Ólafur að Stóra Hrauni, Álfheiður s.k. Páls amtmanns Briems, Þórdís átti Sigurð prófessor Sívertsen (Vitæ ord.; HÞ. Guðfr.; Sunnanfari I; Ævim., Rv. 1926; Kirkjublaðið, 4. árg.; Bjarmi, 1. og 2. árg.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.