Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Helgason

(27. maí 1876 –4. sept. 1950)

. Verzlunarstjóri, leikari. Foreldrar: Helgi (d. 21. jan. 1888, 56 ára) Guðmundsson í Móakoti á Álftanesi og kona hans Rannveig Sesselja (d. 1. mars 1922, 79 ára) Magnúsdóttir Thorberg, Hjaltasonar.

Gagnfræðingur í Flensborg 1892. Gerðist verzlunarmaður við Zimsens-verzlun í Reykjavík og síðar verzlunarstjóri við sömu verzlun; var alls í þjónustu hennar yfir 50 ár. Kunnur leikari. Var mörg ár í framkvæmdanefnd Stórstúku Íslands og stórtemplar 1939–40. R. af fálk. Kona (3. okt. 1903): Kristín (d. 3. febr. 1931, 52 ára) Sigurðardóttir fangavarðar í Rv., Jónssonar. Börn þeirra: Jón kaupmaður í Rv., María, Rannveig, Sigríður átti Kristján kaupmann Jónsson í Rv. (Br7.;o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.