Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Helgason

(23. jan. 1848–14. dec. 1922)

Kaupmaður o. fl.

Foreldrar: Helgi trésmiður Jónsson í Rv. og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Nam trésmíðar (fekk sveinsbréf 21. mars 1867) og stundaði lengi síðan, en frá 1889 verzlun í Rv. og einnig þilskipaútgerð, stórskipasmíðar og brúarsmíðar.

Fór til Vesturheims 1902, en kom aftur til landsins 1914 og andaðist í - Vestmannaeyjum.

Var lengi slökkviliðsstjóri í Rv. (frá 1885) og í niðurjöfnunarnefnd. Dbrm. 1894. Var mjög hneigður til söngs, formaður fyrsta söngfélagsins (Hörpu) í Rv. Var í Kh. 1875 (lærði þá á lúðra og fiðlu), aftur 1880 (að nema tónfræði), enn 1883 (að nema orgelsmíð), smíðaði orgel og fekk verðlaun fyrir á sýningu í Rv. 1883. Lagsmíðar: Íslenzk sönglög, Rv. 1892; Fjallkonusöngvar, Rv. 1914; Íslenzk sönglög fyrir blandaðar raddir, Rv. 1918. Þar að auk komu út eftir hann sérstök sönglög á einstökum „blöðum.

Kona (1870): Guðrún Sigurðardóttir í Þerney, Arasonar.

Börn þeirra: Helgi Sigurður tónskáld í Vesturheimi, Gróa átti Sigurð guðfræðing Magnússon, Guðrún átti fyrr Eirík járnsmið Bjarnason í Rv., síðar Sigurð kaupm. Sveinsson í Rv., Ingibjörg átti Einar verzlunarmann Teitsson (fóru til Vesturheims), Sofía átti Egil kaupm. Jacobsen í Rv., Hannes trésmiður í Rv., Helga átti Einar Hermannsson prentara í Rv. (Sunnanfari VII; Br 019) Helgi (Einarsson) Helgesen (15. okt. 1831–1. apríl 1890).

Skólastjóri.

Foreldrar: Einar trésmiður Helgason í Rv. (bróðir síra Árna í Görðum) og kona hans Margrét Jónsdóttir í 22 Njarðvík, Snorrasonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1846, stúdent 1853, með 1. eink. (87 st), tók próf í heimspeki í háskólanum í Kh. 21. júní 1854 og stundaði þar guðfræði í 3 ár, en í ár í prestaskólanum og tók próf þaðan 1858, með 1. eink. (47 st.). Var barnaskólastjóri í Rv. frá 1862 til æviloka. Stundaði og ýmis störf önnur, var t.d. 1 ár umsjónarmaður í latínuskólanum. Eftir hann er pr. viðbætir við: C.F. Balslev: Biblíusögur 1892 (og síðar). Átti þátt í útfm. Sigurðar málara Guðmundssonar, Rv. 1875, grein í Tímariti bmf. I; meðritstjóri Víkverja, Rv. 1873–4.

Kona (3. apríl 1873): Magdalena Margrét Jóhannesdóttir Zoéga, ekkja Lichtenbergs skipstjóra; þau Helgi bl. (BjM. Guðfr.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.