Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Helgason

(17. sept. 1791 [1794, Bessastsk.]––3. jan. 1836)

Veræzlunarmaður o. fl.

Foreldrar: Síra Helgi Einarsson síðast á Eyri í Skutulsfirði og kona hans Guðrún Árnadóttir prests í Gufudal, Ólafssonar. F. á Stað í Grunnavík. Fluttist með föður sínum um 1811 til síra Árna, bróður síns, lærði hjá honum, tekinn í Bessastaðaskóla 1814, stúdent 1819, með vitnisburði í betra meðallagi.

Var á vegum síra Árna fyrir og eftir, en varð 1821 verzlunarmaður í Hafnarfirði, fluttist að Ytri Njarðvík 1825 og hafði þar bú síðan, sýktist af vatnssýki, lá lengi í Rv. til lækninga og andaðist þar. Var valmenni og ástsæll.

Kona (7. okt. 1825): Sigríður (f. 8. júní 1799, d. 2. dec. 1877) Jónsdóttir dbrm. Snorrasonar í Njarðvík (voru þau systkinabörn).

Börn þeirra, sem upp komust: Árni að Brekkum í Holtum, Hafliði síðast í Steinstópt í Holtum. Sigríður ekkja Helga átti síðar Jón hreppstjóra Runólfsson í Árbæ í Holtum (s.k. hans); sonur þeirra var Helgi í Árbæ, d. 3. jan. 1891 (Bessastsk.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.