Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Guðmundsson

(3. ágúst 1891 – 29. apr. 1949)

. Læknir.

Foreldrar: Síra Guðmundur (d. 18. nóv. 1895, 32 ára) Helgason á Bergsstöðum í Svartárdal og kona hans Guðrún Jóhanna (d. 13. mars 1950, 88 ára) Jóhannesdóttir á Brekku í Þingi, Eyjólfssonar. Stúdent í Reykjavík 1912 með einkunn 4,5 (59 st.).

Nam læknisfræði við háskólann í Kh., en síðan við Háskóla Íslands og lauk þar prófi í læknisfræði 18. júní 1920 með 2. einkunn betri (1051 st.). Var á spítölum erlendis. Staðgöngumaður héraðslæknis á Vopnafirði 1920–21; síðan starfandi læknir í Keflavík og settur héraðslæknir þar part úr ári 1929. 24 Var síðustu árin sjúklingur á Vífilsstaðahæli og dó þar. Kona (23. júní 1919): Hulda Sigurbjörg (f. 14. sept. 1891) Matthíasdóttir kaupm. og alþm. í Haukadal, síðar gjaldkera í Rv., Ólafssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur bílstjóri, Matthías bílstjóri, Haukur skrifstofumaður, Ólafur sjómaður, allir í Keflavík, Guðrún Jóhanna átti síra Yngva Þóri Árnason á Prestsbakka, María átti Ágúst verzIm. Júlíusson í Rv., Sigurlaug (Lækn.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.