Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Guðmundsson

(27. maí 1855–24. nóv. 1937)

Læknir.

Foreldrar: Guðmundur útvegsbóndi Þórðarson að Hóli í Rv. og kona hans Valgerður Jóhannsdóttir prests og skálds að Hesti, Tómassonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1869, stúdent 1875, með 2. einkunn (75 st.), próf úr læknaskóla 15. júlí 1878, með 1. einkunn (103 st.).

Var í spítölum í Kh. 1878–9.

Settur 28. júlí 1879, skipaður 30. mars 1880 héraðslæknir í 10. læknishéraði og átti heima í Siglufirði til æviloka, stundaði þar lækningar til 1928, en hafði fengið lausn frá embætti 1. nóv. 1910.

Kona (30. sept. 1882): Kristín (f. 22. júlí 1855, d. 14. júlí 1927) Jóhannsdóttir í Höfn í Siglufirði, Jónssonar; þau bl. (Skýrslur; Lækn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.