Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Eyvindsson, magri

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður í Kristsnesi í Eyjafirði.

Foreldrar: Eyvindur austmaður, Bjarnarson (Hrólfssonar að Ám í Gautlandi) og kona hans Rafarta Kjarvalsdóttir Írakonungs.

Helgi var kristinn, en þó blendinn í trú.

Kona: Þórunn hyrna Ketilsdóttir flatnefs. Synir þeirra: Hrólfur að Núpufelli, Ingjaldur að Þverá í Eyjafirði, Ingunn f.k. Hámundar heljarskinns, Helga s. k. sama manns, en hún hafði áður átt Auðun rotin Þórólfsson, Hlíf átti Þorgeir að Fiskilæk Þórðarson bjálka, Þóra átti Gunnar í Djúpadal í Eyjafirði Úlfljótsson lögsögumanns, Þórhildur átti Auðólf að Bægisá syðri, Þorbjörg hólmasól s.k. Böðólfs Grímssonar, Grímólfssonar (Íslb.; Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.