Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi Bjarnason

(21. sept. 1757[1756, Vita] –2. júlí 1816)

Prestur.

Foreldrar: Síra Bjarni Mmagister Jónsson í Gaulverjabæ og kona hans Helga Sigurðardóttir bryta í Skálholti, Þormóðssonar. F. í Skálholti. Sat í Skálholtsskóla frá 1771, jafnan talinn aukalærisveinn, stúdent þar utanskóla 1779, var síðan hjá foreldrum sínum, vígðist 26. jan. 1783 aðstoðarprestur föður síns, bjó þar fyrst að Hólshúsum, síðar að Hellum, þjónaði og Gaulverjabæ eftir lát föður síns (1798) til 1801, fekk 31. ág. 1801 Stórólfshvolsþing, fluttist þangað 1802, bjó fyrsta árið á Skúmsstöðum, síðan í Sigluvík, fekk síra Benedikt Magnússon (þá aðstoðarprest á Breiðabólstað) frá 1812 til þess að þjóna fyrir sig Stórólfshvolssókn og Skúmsstaðasókn að nokkuru, fekk Reynivöllu 8. nóv. 1814, fluttist þangað 1815, andaðist úr kvefsótt og brjóstveiki. Hann var „maður ekki fríður sýnum og ekki haldinn mikill kennimaður“, en orðlagður latínumaður.

Kona (1. sept. 1786): Una (d. 30. sept. 1821, 69 ára) Þorsteinsdóttir í Nesi í Selvogi, Péturssonar, ekkja Ísaks (d. 7. nóv. 1784) spítalahaldara Jónssonar í Gufunesi. Dætur þeirra: Helga (giftist í Hafnarfirði), Guðrún og Guðný, óg. og bl. (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.