Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helgi (Pétur H.) Hjálmarsson

(14. ágúst 1867 – 17. mars 1941)

. Foreldrar: Hjálmar (d. 14. okt. 1916, 83 ára) Helgason á Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit og kona hans Sigríður Vilhelmína (d. 6. ág. 1928, 85 ára) Pétursdóttir í Reykjahlíð, Jónssonar. Stúdent í Reykjavík 1892 með 3. einkunn (61 st.). Lauk prófi í prestaskóla 14. ág. 1894 með 2. einkunn betri (35 st.).

Barnakennari á Húsavík næsta vetur, Veittir Eyvindarhólar 1. júlí 1895, en fór þangað eigi; veittir Helgastaðir 22. ág. 1895; vígður 25. s.m. Fekk lausn frá embætti 8. apr. 1907; varð þá aðstoðarprestur á Grenjaðarstað, en þjónaði Helgastöðum áfram. Veittur Grenjaðarstaður 27. júní 1911 (og Helgastaðir sameinaðir). Fekk lausn frá embætti 13. febr, 1930 (frá 1. júní s. á.). Fluttist þá til Rv. og átti þar heima til æviloka. Var gjaldkeri og afgreiðslumaður Prestafélags Íslands frá 1933 til æviloka. Póstafgreiðslumaður á Grenjaðarstað 1911–30. Kona (17. sept. 1893): María Elísabet (d. 13. apr. 1945, 66 ára) Jónsdóttir prests á Stokkseyri, Björnssonar. Þau bl., en kjördætur þeirra: Soffía, Elísabet Helga (BjM. Guðfr.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.