Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helga Þórarinsdóttir

(13. apr. 1797–? )

Skáld, lengstum kennd við Hjallaland, en var þó ekki þaðan; hefir verið stundarkorn vinnukona. Laundóttir Þórarins Jónssonar að Miðhúsum í Þingi (Guðbrandssonar, Arasonar) við Helgu Eyjólfsdóttur að Hólum í Þingi, Björnssonar. Fædd að Hólum.

Í Lbs. eru kvæði eftir hana.

Maður: Þorleifur í Grundarkoti í Vatnsdal Þorleifsson (á Hjallalandi, Þorleifssonar).

Börn þeirra: Þorsteinn í Kervogi, Þórarinn, Jón, Sveinn, Helga, Kristín (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.