Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Helga (Steinvör) Baldvinsdóttir

(3. dec. 1858 – 23. okt. 1941)

, Skáld. Foreldrar: Baldvin (d. 24. febr. 1905, 80 ára) Helgason á Litlu-Ásgeirsá í Víðidal, síðar í Vesturheimi, og kona hans Soffía (d. 23. okt. 1902, 72 ára) Jósafatsdóttir á Stóru-Ásgeirsá, Tómassonar (stúdents sst., Tómassonar).

Fór til Vesturheims 1873 með foreldrum sínum. Aflaði sér menntunar án skólagöngu; Varð ágæt hannyrðakona; tók þátt í baráttu fyrir kvenréttindamálum. Varð kunn fyrir ljóð, er hún birti í blöðum vestra, einkum í Heimskringlu og Öldinni. Dulnefni: Undina.

Ritstörf: Kvæði, Rv. 1952. Maður Í: Jakob Lindal (Jónatansson í Miðhópi, Jósafatssonar) í Pembina; þau skildu. Börn þeirra: Stephan (d, 1915), Sophia átti H. F. Kyle í Poulsbro í Washingtonríki. Maður 2: Skúli Árni (d. 1916) Stefánsson Freeman úr Skagafirði. Sonur þeirra: Walter (Lesbók Morgunbl. XXV; Eimreiðin XLVII; Saga Íslendinga í Vesturheimi, IT).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.