Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Haukur Erlendsson

(– –3. júní 1334)

Lögmaður.

Foreldrar: Erlendur lögmaður Ólafsson, hinn sterki og Jórunn Valgarðsdóttir, Styrmissonar fróða(?). Lögmaður sunnan og austan 1294–9. Fór til Noregs 1299. Eir orðinn lögmaður í Osló 1302, í ríkisráði konungs 1303, er orðinn herraður og Gulaþingslögmaður 1304 og það er hann og 1321–2 a.m.k. Frá því um 1304 hefir hann búið í Björgvin, en var þó oft á Íslandi og hafði þar bú. Við hann er kennd Hauksbók, ritsafn, er hann hefir sjálfur skrifað upp og samið að nokkuru eða aukið þar í (t. d. í Landnámu).

Kona: Steinunn (d. 1361) Óladóttir, Svarthöfðasonar.

Börn þeirra: Erlendur lögmaður að Upsum, Jórunn, er varð abbadís í Kirkjubæ og nefndist þá Agnes, Guðni, Teitur, má vera og síra Ormur í Holti undir Eyjafjöllum, Svarthöfði á Kirkjubóli á Miðnesi (Landn.; Ísl. Ann.; Ob. Isl.; Dipl. Isl.; Safn TI; sjá Blanda IV; BB. Sýsl.; SD. Lögsm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.