Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Haraldur Sigurðsson

(30. apr. 1876–15. júlí 1933)

Tannlæknir.

Foreldrar: Sigurður Finnbogason á Sæunnarstöðum í Hallárdal og kona hans Elísabet Björnsdóttir, Þorlákssonar.

Lærði í Möðruvallaskóla, realstúdent þaðan 1896 (með ágætiseinkunn, 60 st.). Nam síðan tannlækningar í Kh., lauk prófi 1900 með 1. einkunn, og stundaði þar það starf til æviloka.

Kona: Guðrún M. Jacobsen, er áður hafði átt Friðrik kaupm. Fischer (Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.